top of page
B&B
Hvað sýndu viðtölin ?
Við tókum viðtöl við fjórar ungar konur sem sögðu okkur frá sinni reynslu varðandi sjúkdóminn og svöruðu nokkrum spurningum fyrir okkur og sögðu okkur einnig frá sinni upplifun. Þær áttu það allar sameiginlegt að vera með skerta líkamsímynd og tóku staðalímyndir svolítið vald yfir þeim. Einnig áttu þær allar við mikil andleg og líkamleg vandamál að stríða sem komu í ljós þegar að veikindin byrjuðu, þetta hefur áhrif á þær allar enn þann daginn í dag og mun eflaust vera til staðar allt þeirra líf.
Ein þeirra greindist eftir að hafa verið í fitness þar sem miklar kröfur eru gerðar um það hvernig þú eigir að líta út, önnur var lögð í mikið einelti af stelpum sem hún leit mikið upp til og
gagnrýnd fyrir það hvað hún borðaði mikið, sú þriðja byrjaði á því að borða hollari mat og sá hvað það gekk rosalega vel að léttast þangað til að matarskammtarnir minnkuðu og minnkuðu þannig að hún missti tökin og veiktist út frá því, sú fjórða og síðasta veiktist af mörgum mismunandi ástæðum þangað til að líkaminn gafst upp af streitu álagi. Allt þetta er mjög sorglegt og hræðilegt
hvernig getur komið fyrir ungum stelpum og konum. Við sáum það í lokin þegar við tókum saman niðurstöður hvað þær áttu allar marga sameiginlega fylgikvilla sem fylgdu sjúkdómnum. Allar stelpurnar voru veikar mislengi en sigruðust allar á sjúkdómnum og stóðu sig allar rosalega vel og líta allar rosalega vel út daginn í dag og óskum við þeim alls hins besta í framhaldinu.
bottom of page