top of page
B&B

Ég var 27 ára þegar ég greindist með sjúkdóminn en þá var ég búin að halda honum leyndum frá öllum nema sjálfri mér í 15 ár. Ég var að deyja úr sjúkdómnum, hann var búinn að ræna mig æskunni, fjölskyldunni minni og ég skipti um vini eins og nærbuxur, ég var einnig hætt að vilja vera partur af samfélaginu öllu. Í dag eru tæp 16 ár síðan ég ældi í fyrsta skiptið og hef ég verið veik allann þann tíma bæði Andlega og líkamlega og ég hef átt allskonar mismunandi tímabil á þessum erfiða tíma. Mér finnst ég alltaf vera feit. Ég er aldrei ánægð með neitt eða ekkert sem ég tek mér fyrir hendur, hvort sem hárið á mér sé dökkt, ljóst, sítt eða stutt. Ég er föst í 5 mínótna fixi allan sólarhringinn til að reyna að fullnægja sjálfri mér á einn eða annann hátt. Ég einangraði mig svakalega og grét endalaust. Ég hugsaði ekki um annað en útlit mitt og draumarnir um að verða hamingjusöm varð eins og ein stór þráhyggja sem ég hélt að ég kæmist aldrei út úr.

Halla Björg
 Ég tók inn öll þau brennsluefni og stera sem ég komst í. Ég missti hárið, tennurnar mínar voru korter í að eyðileggjast alveg, ég er búin að fara í það miklar tannviðgerðir í gegnum tímabilið að frà því ég veiktist hef ég verið með mjög viðkvæmar tennur og það er ekki allt sem ég get borðað. Blæðingar stoppuðu, ég var með krónískar magabólgur, blæðandi magasár. Ég hafði hægðir á sirka 10-15 daga fresti, ég fékk millirifjagigt af notkun brennslutaflanna og steranna sem ég innbirgði, munnþurrk, sár í háls og kok, mér var alltaf illt, alltaf með hausverk og svima. Enginn vissi þetta á meðan á þessu stóð en þegar ég tjáði mig og sagði frá þá voru viðbrögðin mjög misjöfn.
T.d. “Halla mín hættu nú þessum aumingjaskap og rugli”, “ rosalega ertu horuð krakki” eða “þú klárar af disknum núna”. Þetta segir þú ekki við átröskunar sjúkling, hann klárar matinn kannski en hann skilar honum 100% með uppkasti eða öðrum hætti. Ég er enn þann dag í dag í svakalegu prógrammi. Ég hringdi á “Hvíta teymið” og fékk að koma í hóp þar sem voru fyrirlestrar. Inn á milli fannst mér vera ráðist á mig (geðsjúkdómur), það var tekið mjög vel á móti mér og þau kunna sitt fag mjög vel. Ég höndlaði ekki fólk og var skíthrædd við fólk þannig einn daginn eða þann 8. desember 2017 tók ég sjálf ákvörðun að taka ábyrgð. Ég setti mér auðveld markmið, klaga sjálfa mig og allar mínar hugsanir til ákveðinnar manneskju sem ég valdi mér, ég var með matarplön, bað bænir, lofaði að vera góð við sjálfa mig, passaði öll kolvetni því líkaminn minn höndlaði þau mjög illa. Ég hafði þetta og hef mjög einfalt enn í dag. Rótin af öllu því sem ég er að gera í dag var að leita mér hjálpar, opna mig og koma fram. Fyrir mér var sjúkdómurinn búinn að heltaka mig andlega og líkamlega og fyrir honum þarf ég að gefast upp alla daga, alltaf það sem eftir er af mínu lífi.
bottom of page