B&B
Ég var 27 ára þegar ég greindist með sjúkdóminn en þá var ég búin að halda honum leyndum frá öllum nema sjálfri mér í 15 ár. Ég var að deyja úr sjúkdómnum, hann var búinn að ræna mig æskunni, fjölskyldunni minni og ég skipti um vini eins og nærbuxur, ég var einnig hætt að vilja vera partur af samfélaginu öllu. Í dag eru tæp 16 ár síðan ég ældi í fyrsta skiptið og hef ég verið veik allann þann tíma bæði Andlega og líkamlega og ég hef átt allskonar mismunandi tímabil á þessum erfiða tíma. Mér finnst ég alltaf vera feit. Ég er aldrei ánægð með neitt eða ekkert sem ég tek mér fyrir hendur, hvort sem hárið á mér sé dökkt, ljóst, sítt eða stutt. Ég er föst í 5 mínótna fixi allan sólarhringinn til að reyna að fullnægja sjálfri mér á einn eða annann hátt. Ég einangraði mig svakalega og grét endalaust. Ég hugsaði ekki um annað en útlit mitt og draumarnir um að verða hamingjusöm varð eins og ein stór þráhyggja sem ég hélt að ég kæmist aldrei út úr.