top of page
B&B
Nafnlaus viðmælandi
Ég var 14 ára þegar ég greindist með lystarstol og því stóð yfir í eitt og hálft ár. Ég var mikið lögð í einelti af stelpum sem ég leit upp til og þannig byrjaði þetta allt. Ég tók enginn lyf inn eða neitt svoleiðis enda sagði ég engum frá. Enginn fattaði þetta því ég faldi sjúkdóminn með því að vera í víðum fötum. Mér fannst ég vera mikið dæmd yfir því hvað ég borðaði mikið en ég áttaði mig samt alveg á því að ég var mjög grönn.
Mér leið rosalega illa andlega og stundaði ég allskonar sjálfsskaða. Ég var alltaf þreytt sama hvað og svimi kom af og til, stundum fór ég ekki einu sinni á blæðingar í 3 mánuði. Ég sigraðist á þessum sjúkdómi með því að gera allt nánast sjálf en fékk líka mikla hjálp frá systur minni sem þekkti þetta vel sjálf. Það var alfarið mín hugmynd að koma mér á rétta braut aftur. Þrátt fyrir að ég sé ekki með þennan sjúkdóm lengur finnst mér þetta enn hafa áhrif á mig enn þann daginn í dag.
bottom of page