top of page
B&B
Lystarstol er átröskun og algengasti hópurinn sem þjáist af henni eru unglingar á aldrinum 12-20 ára. Strákar geta líka fengið sjúkdóminn, en hann er miklu algengari hjá stelpum. Allt að 10% unglingsstúlkna þjást af eða sýna einhverskonar einkenni lystarstols. Lystarstol er það þegar einstaklingar eru haldnir sjúklegum ótta við að þyngjast eða að verða feitir. Þeir upplifa sig of þunga jafnvel þó þeir séu hættulega grannir. Einstaklingar geta greinst með sjúkdóminn vegna mismunandi ástæðna, sumir hafa lent í áföllum á meðan aðrir eiga sér óraunverulegar staðal- og líkamsímyndir. Mikil hætta er á lystarstoli hjá fyrirsætum, ballet dönsurum og afreksfólki í íþróttum vegna þess að kröfurnar eru oft svo miklar um að það sé mjög grannt. Fólk með lystarstol þjáist yfirleitt af geðrænum vandamálum í kjölfarið. Lystarstol hefur verið skipt í tvo undirflokka, annars vegar flokk fæðutakmörkunar og hins vegar flokk ofáts og uppkasta. Undir fyrri flokkinn fellur þyngdartap sem verður eingöngu vegna megrunar, föstu eða óhóflegrar hreyfingar. Undir seinni flokkinn falla regluleg ofát og/eða uppköst. Flestir einstaklingar með lystarstol sem borða taumlaust nota einnig uppköst til að skila matnum.
bottom of page