top of page
B&B
Batahorfur: Rannsóknir sýna að um 50-70% sjúklinga með lystarstol nái sæmilegum bata en í um 15-25% tilvika sé sjúkdómurinn til staðar nánast alla þína ævi. Þó skal taka fram að þótt sjúklingar nái eðlilegri þyngd er fullum bata ekki endilega náð. Rannsóknir sýna að flestir sjúklingar þjáist áfram líkamlega, andlega og félagslega þótt þeir séu ekki lengur í undirþyngd. Talið er að um það bil  10% lystarstols sjúklinga deyi vegna sjálfsvíga eða fylgikvilla röskunarinnar. Dánartíðni vegna lystarstols er sú hæsta af öllum geðrænum sjúkdómum sem hrjá konur.
Bataferli: Því fyrr sem einstaklingar leita til lækninga og þora að segja frá því meiri eru líkurnar á því að ná góðum bata. Það er vel hægt að ná góðum bata þó svo að sjúkdómurinn hafi staðið yfir lengi. Þar sem sjúkdómurinn hefur bæði líkamleg og geðræn einkenni þarf meðferðin að fara fram hjá bæði lækni og sálfræðingi, einnig er mjög hjálplegt að hafa samband við næringarráðgjafa og sjúkraþjálfara. Það þarf að fara fram viðtalsmeðferð, fjölskyldusamtöl og foreldraráðgjöf. Stundum er nauðsynlegt að fá lyf við þunglyndi eða erfiðum þráhyggju- og áráttueinkennum. Það er líka hægt að fá meðferð án innlagnar hjá heimilislækni, geðlækni eða sálfræðingi sem hefur reynslu af því að meðhöndla sjúkdóminn og því sem fylgir.
bottom of page