top of page
B&B

Ég greindist 29 ára með lystarstol en er eflaust búin að vera með sjúkdóminn frá 10 ára aldri eða í sirka 20 ár samfleytt en misalvarlegt á tímabilum. Það gerðist vegna margra ástæðna en aðallega vegna áhrif fjölskyldu en frekar persónulegt og líkaminn gafst upp af streitu álagi. Þá komu mikið af andlegum sjúkdómum í ljós. 

 Það var ekki fyrr en ég hætti í afneitun og fór að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég væri veik þá fór ég hægt og rólega að viðurkenna sjúkdóminn fyrir mér og leitaði mér aðstoðar undir leiðsögn geðlæknis.Andlega líðan var ömurleg og er enn þó svo að ég sé enn í meðferð. Það urðu miklar breytingar á líkamanum, allt frá því að vera að rokka á milli þess að vera í yfirþyngd og fara í undirþyngd.
Ég fann fyrir fordómum og þegar ég leitaði mér aðstoðar á meðan ég var og er í kjörþyngd var/er ég hrædd um að ég væri ekki nógu grönn fyrir meðferð. Ég er enn að koma mér á rétta braut aftur og það gengur misvel, ég finn engan mun á mér en aðstandendur segjast sjá mun. Líkamsímynd mín er enn mjög brengluð og þarf ég enn meiri aðstoð til þess að koma henni betur í jafnvægi. Ég finn enn fyrir því hvernig átröskunin hefur stjórn á mér.
Guðrún Helga Fossdal
bottom of page