top of page
B&B
Hvað sýndi könnunin?

 Við bjuggum til könnun með spurningum um sjúkdóminn lystarstol og fleira sem því tengist. Það tóku 281 þátt í okkar könnun og hún gekk betur en við bjuggumst við. Hér að ofan sögðum við frá því að það er í flestum tilfellum stelpur sem fá sjúkdóminn og þannig voru niðurstöðurnar einmitt. Af þeim sem tóku þátt voru 89,6% kvenmenn og 11,4% karlmenn, enginn karlmannanna hefur áður verið með né er með lystarstol en 36,6% eða um 106 kvenmenn sem tók þátt hafa upplifað sjúkdóminn eitthvern tímann sem er mjög stór hluti. Lang algengasti aldurinn var 16-20 ára þar sem það voru heil 56% kvenna á þeim aldri, en það voru aðeins 26% kvenna 20+ ára og 18% 12-15 ára sem tóku þátt og svöruðu. Það var mjög misjafnt hverju fólk svaraði en flestir þeir sem svöruðu höfðu verið veikir í marga mánuði en fæstir eru ennþá að glíma við veikindin sem er mjög jákvætt. 
Þegar við bjuggum til spurninguna “hvað varð til þess að þú veiktist”  vissum við ekki alveg við hverju við áttum að búast við og brá okkur svolítið við niðurstöðurnar sem við fengum. Lang stærsti hlutinn eða 14% af þessum 36% fengu lystarstol út frá staðal- og líkamsímyndum, nokkrar frá áföllum og svo voru allskonar tilvik eins og t.d. samfélagsmiðlar, einelti, þjálfarar, stjórnunarárátta, samfélagið og fleira. Þetta sýnir okkur það að staðalímyndir kvenna í heiminum eru að valda allt of miklum skaða hjá konum og ungum stelpum nú til dags. þessi ranghugmynd um hvernig þú eigir að vera og þessar sölubrellur eru algjörlega út í hött.
Það er engin manneskja í heiminum sem segir þér hvernig þú eigir að líta út nema þú sjálf og þessar staðal- og líkamsímynd verða að fara minnka eða helst útrýma. Engin kona/maður er fullkomin eins og þú sérð til dæmis í tímaritum, kvikmyndum og á ljósmyndum, allt er þetta tilbúningur. Það voru margar konur sem glímdu við önnur geðræn vandamál á meðan veikindinum stóð og þurfa sumar þeirra að glíma við þau enn og sennilega alla ævi, margar fundu fyrir miklum líkamlegum einkennum eins og þreytu, orkuleysi o.fl. Aðeins 3% notuðu lyf til að grennast eða batna sem er ekki mikill hluti en það var vegna þess að flestar stóðu í þessu einar og sögðu engum frá og gátu þá ekki nálgast nein lyf. Nokkrar þeirra fundu fyrir fordómum eða fannst þær vera dæmdar vegna sjúkdómsins og segja þær flest allar að sjúkdómurinn hafi ennþá áhrif á þær í dag og mun hann eflaust alltaf fylgja þeim.
bottom of page