B&B
Forvarnir: Það er engin ein lausn sem gerir það að verkum að fólk muni aldrei veikjast en það er hægt að minnka líkurnar á því alveg rosalega mikið. Þar sem minna en þriðjungur þeirra sem þjást af átröskunum fara í meðferð, en meðferð virkar einungis hjá 40-60% þeirra sem leita sér aðstoðar og hefur mikil vinna verið lögð í forvarnir og allskonar aðferðir verið prófaðar. Forvarnir eru þegar unnið er gegn til dæmis átröskunum áður en einkenni koma fram. Þar sem afleiðingar átraskana geta verið mjög alvarlegar er mikilvægt að góðar forvarnir séu til staðar í samfélaginu og að þeim sé beitt nógu snemma. Það er mjög sniðugt að byrja sem fyrst að halda fyrirlestra eða annað um um góða líkams- og sjálfsmynd kvenna og karla fyrir unga krakka til þess að minnka líkur á geðsjúkdómum eins og lystarstoli. Það er t.d. hægt að reyna að elska sjálfan sig alveg eins og maður er og reyna að pæla ekkert í því hvað öðrum finnst um þig. Með því að taka lítil skref í einu í áttina að góðri sjálfsmynd getur þú til dæmis farið fyrir framan spegilinn á morgnanna og hrósað sjálfri/sjálfum þér, hrósað öðrum og reynt að finna það góða sem þú býrð yfir í stað þess að draga þig og aðra niður fyrir lítil mistök sem skipta í rauninni engu máli. Þú ert falleg/ur alveg eins og þú ert og ekki láta neinn segja þér annað.