B&B
Sandra Erlingsdóttir
Ég var 15 að verða 16 ára þegar ég greindist með lystarstol. Þetta byrjaði allt saman á því að ég ætlaði bara að passa betur upp á mataræðið mitt og borða hollara, svo 2 mánuðum seinna sá ég það þegar ég steig á vigtina að ég hafði misst 6 kíló og hugsaði með mér “vá þetta er rosalega auðvelt”. Þegar leið á tímann byrjaði ég svo að minnka matarskammtana mína sem urðu svo alltaf minni og minni. Ég barðist við sjúkdóminn í um það bil 1 ár en samt sem áður er ég enn þann dag í dag að berjast við sjúkdóminn og mun hann fylgja mér alla ævi. Andlega séð leið mér rosalega illa og vanlíðan ríkti yfir mér. Ég lét það alveg hrikalega fara í taugarnar á mér. Einn laugardaginn ákvað mamma mín að vera góð við mig og kaupa uppáhalds súkkulaðið mitt, það endaði með því að ég fór öskrandi og grátandi inn í herbergi því ég var búin að ákveða að taka ekki neinn nammidag í þessari viku. Ég lét allan pirringinn bitna á mömmu minni og þurfti hún að þola ansi mikið, hún segir að það hafi komið eitthver ný Sandra sem hún þekkti ekki.