top of page
B&B
Einkenni sjúkdómsins ? Fólk með lystarstol vigtar sig stöðugt og er mjög upptekið af því að losa sig við hitaeiningar og ímyndaða fitu, t.d með uppköstum, lyfjum, sveltun eða ofhreyfingu. Fólk einangrar sig frá vinum og vinkonum og tekur lítinn eða engan þátt í félagslífi. Þessi sjúkdómur getur valdið vaxtartruflunum hjá ungu fólki, seinkun á kynþroska og hjá stúlkum hætta blæðingar vegna vannæringar og hormónatruflanna. Þyngdartapið er í minnsta lagi 15 % af eðlilegri þyngd. Allt að 10% unglingsstúlkna þjást af eða sýna einhver einkenni lystarstols.

Hegðun:

  • Alvarleg megrun eða fasta. t.d. telja matarbitana á diskinn, skera matinn í litla bita, búa til mat fyrir aðra en neita að borða með

  • Hræðsla við mat og aðstæður þar sem boðið er upp á mat

  • Óhófleg hreyfing

  • Klæða sig í margar flíkur til að fela þyngdartap

  • Átköst þar sem einstaklingar borða endalaust af mat og kasta síðan öllu upp

Líkamleg merki:

  • Þyngdartap á stuttum tíma

  • Fólk fölnar

  • Þolir illa kulda

  • Svimi og yfirlið

Sálrænar breytingar:  

  • Geðsveiflur

  • Fullkomnunarárátta

  • Óöryggi um eigin getu þó svo að allt gangi mjög vel

  • Sjálfsmat er háð fæðuinntöku og fæðuvali

bottom of page