top of page
B&B
Hvað er það sem ýtir undir það að einstaklingar fái átröskunarsjúkdóminn lystarstol ?
Þegar við ákváðum hvaða viðfangsefni við ætluðum að fjalla um og skoða betur í okkar lokaverkefni vissum við svo miklu minna um sjúkdóminn heldur en við vitum í dag. Við vissum ekki hver áhrif sjúkdómsins á líkamann og andlega líðanin hjá sjúklingum væru og hvað samfélagið eða allur heimurinn hefði mikil áhrif á þær leiðir sem einstaklingar fara út í að verða hættulega grannir. Okkur brá verulega mikið við að heyra það hvað staðal- og líkamsímyndir fólks hafa lang mestu áhrifin á líf lystarstols sjúklinga. En hvað er það sem ýtir undir það að einstaklingar fái átröskunarsjúkdómin lystarstol ? Vegna þess að væntingar eru miklu meiri hjá unglingum í dag en áður fyrr. Örvænting í lífi fólks í dag vegna fjárhags, samfélagsmiðla og væntingar til þess að líta betur út hefur aukist verulega. Ungt fólk í dag hefur þurft að upplifa miklar samfélagslegar væntingar hvað varðar útlit og hvað telst til eðlilegrar hegðunar. Neikvæð brenglun um eigin líkama er rosalega algeng og getur manneskjan fundið fyrir mikilli minnimáttarkennd. Margar ungar stelpur í dag halda því fram að ef þær væru grennri, í flottustu fatamerkjunum, með stór brjóst og stóran rass væru þær vinsælli. Þær vilja líkjast konum sem þær sjá í blöðum og sjónvarpi. En þessar konur eru oftast misskildar fyrirmyndir. Óteljandi dæmi eru til um konur sem unglingar sjá í sjónvarpinu og á samfélagsmiðlum og líta upp til, séu að svelta sig í hel heilu dagana, vikurnar eða jafnvel mánuðina. Og ekki má gleyma að taka inn í reikninginn að allt sem fer inn á samfélgsmiðla er photoshoppað eða með filter. Þessu gera ekki ungar stelpur greinarmun á um hvað sé eðlilegt og hvað ekki. Sjálfsmyndin hefur mikið að segja í þessu sambandi þar sem að átröskunarsjúkdómar geta birst bæði hjá stelpum og strákum. Okkur finnst að það eigi að vera ábyrgð foreldra að vernda börn gegn þessum ranghugmyndum og stuðla að heilbrigðu líferni hjá börnum strax í æsku á meðan við mótum matarvenjur okkar vegna þess að foreldrar eiga að vera fyrirmyndir barnanna sinna. Ef foreldrar spá of mikið í því hvernig einstaklingar eigi að líta út og leggja áherslu á grannan líkamsvöxt eru miklu meiri líkur á að börnin fari í megrun og þrói neikvætt viðhorf gegn líkama sínum. Áföll, einelti, íþróttir, þjálfarar, internetið eru einnig líka ástæður þess að fólk er að veikjast. Um það bil 90% sjúklinganna lenda einnig í öðrum geðrænum- og andlegum vandamálum sem fylgja þeim flestum allt þeirra líf. Það þarf að útrýma þessum ranghugmyndum hjá fólki strax. Það þarf að kynna sjúkdóminn sjálfan og afleiðingar hans fyrir ungum krökkum og koma í veg fyrir þær afleiðingar sem geta átt sér stað vegna þess að skaðinn í dag er orðinn allt of mikill. Það er aldrei of seint að byrja á forvarnarstarfi. Unglingar eru að svelta sig þangað til að sjúkdómurinn heltekur líf þeirra. Okkur finnst mjög sorglegt hvernig reglur ríkisins eru varðandi andleg veikindi og hjálpina sem því fylgir. Eins og þegar þú ferð til læknis eftir að þú brýtur bein þá greiðir ríkið hluta af kostnaði af læknistímanum, en þegar þú þarft á andlegri aðstoð að halda eins og hjá sálfræðingi eða geðlækni, þá greiðir ríkið ekki neitt á móti. Til þess að allir geri sér grein fyrir því hvað það er dýrt að fá andlega aðstoð hjá sálfræðing þá kostar einn tími um það bil 15.000. Hvort sem um barn eða fullorðinn er að ræða. Þessu þarf að breyta strax! Það er mikið af fólki sem fær ekki þá aðstoð sem það þarf vegna kostnaðar, hefur einfaldlega ekki efni á því, þetta er til skammar. Hvers vegna eru andleg veikindi ekki talin vega það sama og líkamleg veikindi? Eins og við sögðum hér fyrir ofan þá fá um 90 % lystarstol sjúklinga andleg veikindi í kjölfar sjúkdómsins. Ef að við fengjum að ráða væri kostnaður sálfræðinga og geðlækna vegna andlegra veikinda lítill sem enginn. Ef þú átt ekki góða andlega heilsu fyrir sjálfan þig, þá hefur þú lítið upp á að bjóða til annarra. Það byrjar ALLT hjá þér sjálfum.
bottom of page